KJARAVIÐRÆÐUR

HELSTU UPPLÝSINGAR VARÐANDI KJARAVIÐRÆÐUR BLÁFUGLS OG FÍA

Að beiðni Ríkissáttasemjara hefur Bláfugl ekki tjáð sig opinberlega eða í fjölmiðlum um kjaraviðræður við FIA í fjölmiðlum, og hefur þ.a.l. ekki komið opinberlega á framfæri athugasemdum við málflutning FÍA – sem á sama tíma hafa ítrekað farið í fjölmiðla með rangfærslur og áróður.

Í ljósi þess að útséð er um að samningar náist er rétt að leiðrétta þessar rangfærslur FIA.

Yfirlýsing frá Bláfugli vegna fréttatilkynninga FÍA

Yfirlýsing frá Bláfugli vegna fréttatilkynninga Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FIA) sem fréttamiðlar hafa birt sem fréttir undanfarna daga fer hér á eftir.

Yfirlýsing frá Bláfugli

Útrunninn kjarasamningur og afstaða Bláfugls

Hér gefur að líta kjarasamning milli aðila, sem rann út 30. júní 2020.
Um rekstur Bláfugls og hámarksnýtingu flugmanna gilda reglur EASA. Kjarasamningar almennt þrengja heimildir flugrekstraraðila til nýtingar flugmanna. Það gerði þessi kjarasamningur. Í frægum viðræðum FIA við Icelandair á síðasta ári virðist sem svo að FIA hafi samþykkt að Icelandair „mætti“ fljúga sem næst reglugerð. Sem kemur sér vel fyrir Icelandair, en hefur minna vægi fyrir lítið flugfélag með takmarkað flug og fáar vélar.

Afstöðu Bláfugls til þessa kjarasamnings í viðræðum nú má finna í hjálögðu skjali.
Gullitað, feitletrað og blár texti eru athugasemdir Bláfugls og tillögur.

Kjarasamningur Bluebird 2018 ISL með áherslum Bláfugls

Rangfærslur FIA leiðréttar

Frá því að Bláfugl sagði upp 11 flugmönnum vegna rekstrarerfiðleika hefur FIA farið mikinn í fjölmiðlum. Fengið til þess mikið rými. En þó undirtektir hafi verið litlar er nauðsynlegt að hið rétta komi fram.
Í þessari samantekt er stiklað á stóru og fullyrðingar FIA leiðréttar. Lið fyrir lið.

Rangfærslur FIA leiðréttar

Greinargerð til ráðherra

Í fyrirspurnartíma á Alþingi þann 11.02.2021 var óundirbúinni fyrirspurn beint til félags- og barnamálaráðherra sem varðar samningaviðræður Bláfugls og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Fyrirspurnin byggði á málflutningi forsvarsmanna FÍA í fjölmiðlum. Virtist sem svo að málflutningur í fjölmiðlum hefði ekki náð athygli neins – nema samflokksmanni og samverkamanni. Þingmaðurinn ákvað að leggja fyrirspurn um málefni sem hann hefði auðveldlega getað fengið svör við með því að hafa samband við fyrirtækið. En kaus að spyrja hæstvirtan Félagsmálaráðherra.  Fyrirspurnin bar öll merki þess að þingmaðurinn hafi, viljandi eða óviljandi, verið þáttakandi í áróðursherferð FIA gegn Bláfugli.

Viðbragð Bláfugls var að senda ráðherra greinargerð um málið og óska eftir fundi um málið.

Greinargerð Bláfugls til ráðherra

Bréf til ráðherra

Með ofangreindri greinargerð fylgdi bréf til ráðherra.

Bréf til ráðherra

Samningstilboð aðila

Það er mikilvægt að átta sig á því hvaða heildarkjör um ræðir, og hvaða tilboð hafa verið lögð fram og/eða reifuð.  Hér er stutt samantekt um samningstilboð milli aðila.

Samningstilboð aðila

Viðtal við forstjóra Bláfugls

Viðtal Viðskiptablaðsins við forstjóra Bláfugls, 31. maí, 2021

Viðtal Viðskiptablaðsins við forstjóra Bláfugls